Leturstærð

Senda í tölvupóst

Töfrabragðanám–skeið fyrir 9–12 ára

Töfrabragðanámskeið verður haldið fyrir 9–12 ára krakka og hefst það 11. júní. Námskeiðið er bæði fyrir byrjendur og lengra komna.

 

Verð námskeiðsins er 19.000,- kr.

Umsjónarmenn:
Jón Víðis Jakobsson töframaður. Hann hefur verið töframaður í 10 ár, haldið námskeið í töfrabrögðum og gefið út töfrabragðabók. Hann hefur unnið með börnum í fjölmörg ár bæði hjá ÍTR og CISV, haldið leikjanámskeið og töfrabragðanámskeið á vegum ÍTR, Námsflokka Hafnarfjarðar og fleiri.

Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson leikari. Hann hefur unnið hjá ÍTR í 5 ár tekið þátt í og sett upp fjölmargar sýningar og haldið leiklistarnámskeið fyrir börn og unglinga, auk þess að leika í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Guðmundur mun hafa umsjón með kennslu sviðsframkomu og leikrænnar tjáningar.

Námskeiðinu lýkur með sýningu fyrir foreldra og aðra gesti.

Frekari upplýsingar í síma eða með tölvupósti á
Jón Víðis: 895 3035, Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
Guðmundur: 869 9817, Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

 

Hér er listi yfir

Hver er tengdur?

Það eru 40 gestir á síðunni núna

Könnun

Hvort notarðu meira, spil með rauðu eða bláu baki? / Which do you use more, cards with red or blue back?

Rautt bak / Red back - 75%
Blátt bak / Blue back - 25%