Hið íslenska töframannagildi
I.B.M. Ring 371 in Iceland
Hið íslenska töframannagildi er vettvangur fyrir alla sem hafa áhuga á töfrum og töfrabrögðum. Haldin eru námskeið, ýmis góð ráð gefin og á öllum fundum eru einhverjir félagar sem sýna töfrabrögð. Ef þú vilt vera með, sendu okkur þá tölvupóst á:tofrar@toframenn.is
Hið íslenska töframannagildi var stofnað 29. febrúar 2007.
Við höldum fund síðasta miðvikudag í hverjum mánuði þar sem farið er yfir það nýjasta í heimi töfranna, hverju sinni.
Hið íslenska töframannagildi er fyrir þá sem hafa áhuga á töfrum, eru 18 ára eða eldri. Ekki er nauðsynlegt að vera starfandi töframaður.
Fyrirhugað er að stofna unglingadeild HÍT, en hún væri fyrir krakka á aldrinum 12–17 ára, sem hafa áhuga á töfrum. Áhugasamir sendi okkur tölvupóst!
If you are a traveling magician, on your way to Iceland, we would love to hear from you! Please contact us!
Félagar í HÍT eru einnig félagar í IBM, International Brotherhood of Magicians og fá sent tímaritið The Linking Ring mánaðarlega. Þar er kennsla á töfrabrögðum, umfjallanir, dómar og auglýsingar.
Ef þú hefur áhuga á töfrum og vilt fá nánari upplýsingar um inngöngu í HÍT, eða langar bara að forvitnast um félagið, hafðu þá endilega samband við okkur!
Stjórn HÍT, starfsárið 2024–2025, skipa:
• Gunnar Kr. Sigurjónsson, forseti
• Gunnar M. Andrésson, ritari
• Sigurður Helgason, gjaldkeri
Til að hafa samband við Hið íslenska töframannagildi, IBM-hring 371, vinsamlega sendu póst á: tofrar@toframenn.is
The board of IBM Ring 371, 2024–2025:
• Gunnar Kr. Sigurjónsson, president
• Gunnar M. Andrésson, secretary
• Sigurður Helgason, treasurer
To contact The Magicians' Guild of Iceland, IBM Ring 371, please send an e-mail to: tofrar@toframenn.is