Hið íslenska töframannagildi
I.B.M. Ring 371 in Iceland
Fyrirlesturinn verður miðvikudaginn 10. mars 2021 kl. 19:30 á Zoom. Hann er aðeins fyrir félaga í HÍT/IBM-hring 371.
Hið íslenska töframannagildi er félagsskapur töframanna á Íslandi. Þeir sem gerast félagar í HÍT verða sjálfkrafa félagar í International Brotherhood of Magicians, en það eru alheimssamtök töframanna sem fagna 100 ára afmæli á næsta ári.
Allir áhugamenn um hvers kyns töfrabrögð, jafnt konur sem karlar, 18 ára og eldri, eru velkomnir í félagið. Við höldum mánaðarlega fundi (á Zoom, eins og er) og einnig fyrirlestra eins og þennan og ýmislegt fleira.
Hafðu endilega samband við okkur, hafirðu áhuga á að taka þátt í fyrirlestrinum! Netfangið er: toframenn@toframenn.is
Hið íslenska töframannagildi var stofnað árið 2007.
Við höldum fund síðasta miðvikudag í hverjum mánuði, nú á Zoom, þar sem farið er yfir það nýjasta í heimi töfranna, hverju sinni.
Hið íslenska töframannagildi er fyrir þá sem hafa áhuga á töfrum, eru 18 ára eða eldri og fá meðmæli tveggja félaga.
Félagar í HÍT eru einnig félagar í IBM, International Brotherhood of Magicians og fá sent tímaritið The Linking Ring mánaðarlega.
If you are a traveling magician, on your way to Iceland, we would love to hear from you! Please contact us!
Í tímaritinu The Linking Ring er að finna kennslu á fjölmörgum töfrabrögðum í hverjum mánuði, umfjallanir, dóma og auglýsingar.
Ef þú ert töframaður og vilt fá nánari upplýsingar um inngöngu í HÍT, eða langar bara að forvitnast um félagið, hafðu þá endilega samband við okkur!
Hið íslenska töframannagildi er hringur 371 í International Brotherhood of Magicians.
Á árinu 2021 verður fjöldi fyrirlestra fyrir töframennina í HÍT, í gegnum Zoom. Við munum fá töframenn bæði frá Bandaríkjunum og frá Evrópu til að halda fyrirlestra um ýmislegt áhugavert.
Í Hinu íslenska töframannagildi eru yfir 20 félagar, bæði starfandi töframenn og einnig félagar sem eru áhugasamir um töfrabrögð.
Á hverju ári er haldið eitt, eða fleiri námskeið, þar sem hægt er að læra töfrabrögð og ýmislegt sem viðkemur töfrum, þegar hingað koma erlendir töframenn í hæsta gæðaklassa. Von vonumst til að halda því áfram þegar ferðatakmörkunum verður aflétt.
Hið íslenska töframannagildi hefur haldið fjölmörg Töfrakvöld HÍT, allt frá árinu 2007, þar sem boðið hefur verið upp á töfrasýningar af bestu gerð — og oft með færustu töframönnum heims sem sérstökum gestum.
Stjórn HÍT, starfsárið 2021–2022, skipa:
• Gunnar Kr. Sigurjónsson, forseti
• Gunnar M. Andrésson, ritari
• Kristinn Á. Friðfinnsson, gjaldkeri
Til að hafa samband við Hið íslenska töframannagildi, IBM-hring 371, vinsamlega sendu póst á: toframenn@toframenn.is
The board of IBM Ring 371, 2021–2022:
• Gunnar Kr. Sigurjónsson, president
• Gunnar M. Andrésson, secretary
• Kristinn Á. Friðfinnsson, treasurer
To contact The Magicians' Guild of Iceland, IBM Ring 371, please send an e-mail to: toframenn@toframenn.is