HÍT

Hið íslenska töframannagildi



I.B.M. Ring 371 in Iceland


Hið íslenska töframannagildi er vettvangur fyrir alla sem hafa áhuga á töfrum og töfrabrögðum. Haldin eru námskeið, ýmis góð ráð gefin og á öllum fundum eru einhverjir félagar sem sýna töfrabrögð. Ef þú vilt vera með, sendu okkur þá tölvupóst á:tofrar@toframenn.is

Næsti fundur er miðvikudaginn 29. janúar 2025, kl. 19:58, í Reykjavík — hafirðu áhuga á töfrum ertu velkomin/velkominn!


 

Hið íslenska töframannagildi var stofnað 29. febrúar 2007.

Mánaðarlegir fundir

Við höldum fund síðasta miðvikudag í hverjum mánuði þar sem farið er yfir það nýjasta í heimi töfranna, hverju sinni.

Félagsaðild

Hið íslenska töframannagildi er fyrir þá sem hafa áhuga á töfrum, eru 18 ára eða eldri. Ekki er nauðsynlegt að vera starfandi töframaður.

Unglingadeild HÍT

Fyrirhugað er að stofna unglingadeild HÍT, en hún væri fyrir krakka á aldrinum 12–17 ára, sem hafa áhuga á töfrum. Áhugasamir sendi okkur tölvupóst!

Are you a Magician?

If you are a traveling magician, on your way to Iceland, we would love to hear from you! Please contact us!

Félagar í IBM og fá töfratímarit

Félagar í HÍT eru einnig félagar í IBM, International Brotherhood of Magicians og fá sent tímaritið The Linking Ring mánaðarlega. Þar er kennsla á töfrabrögðum, umfjallanir, dómar og auglýsingar.

Hefurðu áhuga á töfrum?

Ef þú hefur áhuga á töfrum og vilt fá nánari upplýsingar um inngöngu í HÍT, eða langar bara að forvitnast um félagið, hafðu þá endilega samband við okkur!

Jón Víðis Jakobsson
895 3035
Gunnar Kr. Sigurjónsson
861 3404
Einar Aron
692 2330

Stjórn HÍT, starfsárið 2024–2025, skipa:

• Gunnar Kr. Sigurjónsson, forseti
• Gunnar M. Andrésson, ritari
• Sigurður Helgason, gjaldkeri

Til að hafa samband við Hið íslenska töframannagildi, IBM-hring 371, vinsamlega sendu póst á: tofrar@toframenn.is


The board of IBM Ring 371, 2024–2025:

• Gunnar Kr. Sigurjónsson, president
• Gunnar M. Andrésson, secretary
• Sigurður Helgason, treasurer

To contact The Magicians' Guild of Iceland, IBM Ring 371, please send an e-mail to: tofrar@toframenn.is