HÍT

Hið íslenska töframannagildiI.B.M. Ring 371 in Iceland

Losander á Íslandi

Hinn frábæri töframaður Losander verður með sjónhverfingar á heimsmælikvarða í Gamla bíói 15. ágúst nk.

Töfra- og listamaðurinn Dirk Losander, sem starfar í Las Vegas í Bandaríkjunum, er vel þekktur um allan heim. Hann ferðast á milli landa og sýnir ótrúlegar sjónhverfingar og listir, en Losander er m.a. þekktur fyrir að finna upp töfrana við að láta borð svífa.

Auk sýningar Losander munu félagar í HÍT sýna töfrabrögð í nálægð — töfra sem gerast í höndum áhorfenda — bæði fyrir sýningu og í hléi!

Þetta er viðburður sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. 


Hið íslenska töframannagildi var stofnað árið 2007.

Mánaðarlegir fundir

Við höldum fund síðasta miðvikudag í hverjum mánuði, þar sem farið er yfir það nýjasta í heimi töfranna, hverju sinni.

18+

Félagsaðild

Hið íslenska töframannagildi er fyrir þá sem hafa áhuga á töfrum, eru 18 ára eða eldri og fá meðmæli tveggja félaga.

Félagar í IBM

Félagar í HÍT eru einnig félagar í IBM, International Brotherhood of Magicians og fá sent tímaritið The Linking Ring mánaðarlega.

  

Are you a Magician?

If you are a traveling magician, on your way to Iceland, we would love to hear from you! Please contact us!

The LInking RIng

Í tímaritinu The Linking Ring er að finna kennslu á fjölmörgum töfrabrögðum í hverjum mánuði, umfjallanir, dóma og auglýsingar.

Ert þú töframaður?

Ef þú ert töframaður og vilt fá nánari upplýsingar um inngöngu í HÍT, eða langar bara að forvitnast um félagið, hafðu þá endilega samband við okkur!

Jón Víðis Jakobsson
895 3035
Gunnar Kr. Sigurjónsson
861 3404
Einar einstaki
692 2330
Kristinn Gauti Gunnarsson
845 1809

Til að hafa samband við Hið íslenska töframannagildi, IBM-hring 371, vinsamlega sendu póst á: toframenn@toframenn.is

To contact The Magicians' Guild of Iceland, IBM Ring 371, please send an e-mail to: toframenn@toframenn.is